Dagatalið mitt er fjölnota en ekki bundið ákveðnu ári.
Hver síða er tileinkuð einum degi á árinu og þar eru örsögur úr hversdeginum eða uppbyggjandi orð sem eru myndskreytt af höfundi með myndum unnum með blandaðri tækni. Þannig fær hver dagur ársins sinn sess með sínum orðum og sinni mynd.
Einnig eru á hverjum degi reitir þar sem eigandinn gerir dagatalið að sínu og mjög persónulegt með því að skrá nöfn afmælisbarna dagsins og fæðingarár þeirra.
Dæmi um hvernig síður dagatalsins líta út má sá á myndum hér fyrir neðan






