
ÁJ hönnun er fyrirtæki sem framleiðir og selur ýmsar vörur hannaðar af Ástu Júlíu.
Ásta Júlía Hreinsdóttir er leik- og grunnskólakennari og hefur starfað sem leikskólakennari í 30 ár. Hún hefur sótt mörg námskeið sem tengjast sköpun af ýmsu tagi og alltaf skapað og búið til alls konar hluti. Hún hefur einnig numið teikningu og olíumálun fyrst í Myndlistaskólanum á Akureyri á níunda áratug síðustu aldar en nú hefur hún verið í Myndlistarskóla Kópavogs síðan 2011
Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2019